Færsluflokkur: Bloggar

Afnám verðtryggingar kostar meðalfjölskydu 18,8 milljónir

Íslenska fjölskyldu vantar húsnæði. Hún er að leita að 120 fm húsnæði á Selfossi. Slíkt kostar ca. 20 milljónir samkvæmt auglýsingum fasteignasölu og tölfræðilegum upplýsingum. Hjónin eru að íhuga að taka 40 ára verðtryggt lán upp á 20 milljónir króna til þess að kaupa þetta hús (miðað við 100% lánhlutfall til að einfalda dæmið). Afborgunin af slíku láni yrði 97.000 kr. á mánuði miðað við 5% vexti. Hjónin fara í greiðslumat hjá bankanum sínum og greiðslugetan þeirra reynist vera 110.000 kr. á mánuði, þannig að dæmið gengur allt upp og hjónin eru bjartsýn. Rekstrarkostnaðurinn af þessu húsnæði yrði sirka þannig:

 

Afborgun af láni

97.000

Fasteignagjöld

13.000

Tryggingar og viðhald

10.000

Samtals á mánuði:

120.000

 

Hjónin fara til þjónustufulltrúa bankans og segjast vilja sækja um lán. En þá segir þjónustufulltrúinn:


„Nei, því miður bjóðum við ekki lengur upp á verðtryggð lán, heldur bara óvertryggð.“
„Nú, hvers vegna ekki?“
„Það er búið að banna verðtrygginguna, því verðtryggð lán eru í raun eitraðir kokteilar...“

„Jæja, allt í lagi, þá tökum við bara óverðtyggt. Hvað er þá afborgunin á mánuði?“

„Vextir á óverðtryggðum lánum eru 8% og fyrsta afborgunin yrði 140.000 kr. á mánuði. Afborgunin fer reyndar lækkandi eftir því sem líður á lánstímanum en þar sem greiðslugetan ykkar er ekki nema 110.000 kr. á mánuði þá eigið þið því miður ekki efni á þessu...“

 

Hjónin koma út úr bankanum, augljóslega svolítið vonsvikin, en um leið fegin að hafa sloppið við „eitraða kokteilinn“. Þau hætta við að kaupa húsnæði og fara í staðinn á leigumarkað. Húsnæði af sömu gerð og stærð kostar í leigu 130.000 kr. á mánuði, þannig að rekstrarkostnaðurinn, borinn saman við lántökuna sem strandaði á verðtryggingunni, lítur svona út:

 

 

Húsnæði keypt

Húsnæði leigt

Mismunur á mánuði

Mismunur á 40 árum*

 
 

Kostnaður á mánuði:

120.000

130.000

10.000

4.800.000

 

 

Með þvi að leigja húsnæði í staðinn fyrir að kaupa með verðtryggðu láni hefur fjölskyldan þurft að eyða 4.800.000 kr. meira í húsnæðiskostnað á 40 ára tímabili*. Þar að auki hefur hún ekki eignast húsnæðið sem hún hefur leigt og hefur því tapað um það bil 14 milljónum í viðbót (miðað við að verðmæti húsnæðissins hafi lækkað um 30% vegna aldurs). Húsnæðiskostnaðurinn hefur þannig verið 18.800.000 kr. hærri hjá þessari fjölskyldu (ca 40.000 kr. á mánuði)*.

Í öðrum orðum hefur afnám verðtryggingarinnar kostað þessari meðalfjölskyldu 18,8 miljónum króna! Hver ætlar svo að leiðrétta þennan „forsendubrest“...?

 Er afnám verðtryggingar „aðgerð í þágu heimilana“?

 

 

 

*Athugið: til að einfalda reikningsdæmið er hér miðað við 0% verðbólgu. Afborganir af láninu hækka auðvitað eftir því sem verðbólgan er meiri, en leigan gerir það líka þannig að fjölkyldan endar alltaf á sama stað, sama hvað verðbólgan er mikil. Miðað við 5% verðbólgu yrði kostnaðurinn við húsnæðiskaupin samtals u.þ.b. 140 milljónir en kostnaðurinn við að leiga húsnæði u.þ.b 200 milljónir, eða 60 miljónum hærri.

Um bloggið

Jean Rémi Chareyre

Höfundur

Jean Rémi Chareyre
Jean Rémi Chareyre
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband